sunnudagur, janúar 07, 2007
Reykjanesskaginn er fullkannaður og þar fundust ekkert nema lygar um bláa liti
Það er ein vika búin af þessu ári.
Það er samt ekkert ástæðan fyrir þessu bloggi.
Reyndar hef ég aldrei bloggað af neinni ástæðu.
Og þetta mun verða mjög ástæðulaust blogg.
Kannski bara til þess að fræða fólk um hvernig örvhent sautján ára manneskja sem kann ekkert í frönsku hagar lífi sínu.
Ég hef reyndar ekki afrekað mikið á þessari viku. Eiginlega bara ekkert.
Nema...
Ég fór í Bláa lónið. Ég villtist reyndar fyrst og fór til Grindavíkur.
Bláa lónið er í raun og veru hvítt á litinn.
Skrítið hvernig fólk nefnir hluti bláa sem eru svo ekkert bláir. Bláa lónið og Blái salurinn. Veit ekki um fleiri óbláa hluti sem bera blá nöfn, en ég ætla svo sannarlega að skrá það niður hjá mér ef ég finn einhverja.
Ég bjó til brauðrétt a la Tinna og Freyja. Tinna og Freyja kunna ekki að opna dós. Frekar vandræðalegt að þurfa að brjótast inn í annarra manna eldhús og stela dósaopnara.
En brauðrétturinn bragðaðist mjög vel. Stefnan er tekin á túnfiskbrauðtertu mjög fljótlega.
Stay tuned.
Ég held ég hafi einhverntíman minnst á það að þurfa að fara að stunda það að fara í ævintýraleiðangra svo ég hefði frá einhverju að segja.
Og viti menn.
Ég og Esther hin síhlæjandi lögðum í einn þannig leiðangur. Stefnan var tekin á Álftanes.
Við keyrðum þangað og enduðum hjá einhverjum sveitabæ. Þar sem Álftanes sökkaði og var alveg ævintýrasnautt keyrðum við áliðeiðis til Keflavíkur með smá krók til Hvassahrauns. Á leiðinni á Hvassahraun sannfærðist Esther um að við myndum líklegast verða skotnar. Svo hún keyrði út af veginum og upp á þjóðveginn, rakleiðis til Keflavíkur þar sem við fundum ofskreyttasta hús í heimi, holóttasta veg í heimi og sjoppu.
Ég sem sagt sökka í ævintýraleit.
En það þýðir ekki að gefast upp. Ég mun halda leitinni áfram að skemmtilegu ævintýri bara til þess að geta skrifað um það.
Kannski á Akranesi. Hver veit?
Tinna - Leti er lífstíll
tisa at 18:03
2 comments